Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
13.11.2008 | 06:51
Ætlar ríkisstjórnin að láta lítillækka íslensku þjóðina meir en komið er?
Það myndi ganga alveg fram af mér ef Bretar sinntu eftirliti hér á landi eftir allt sem á undan er gengið. Fór það eitthvað fram hjá ríkisstjórninni að Bretar stimpluðu okkur hryðjuverkamenn. Eiga þeir síðan að vernda þessa hryðjuverkamenn. Ef við þörfnumst einhverrar verndar í dag þá er það gegn BRETUM. Ég efast um að það séu margir hér í þjóðfélagin sem að vilji þetta. Ætlar ríkisstjórnin að láta lítillækka íslensku þjóðina meir en komið er?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 22:20
Hin góðu gildi
Ég var að horfa á Sjálfstætt fólk þar sem Vigdís Finnbogadóttir var viðmælandi. Ég hef verið eins og svo margir í þessu þjóðfélagi ýmist reið eða döpur yfir ástandinu. Einnig hefur hluti af mér verið hálffeginn að þau gildi sem hafa verið í hávegum höfð hafi orðið gjaldþrota því að við vorum að tapa hluta af okkur. Samhugur með öðrum var á undanhaldi og þeir sem áttu ekki peninga eða flotta hluti voru einfaldlega það sem sem sagt er á góðri íslensku "Loserar".
Það var sem talað úr mínu hjarta þegar hún sagði að við ættum að hugsa um það sem við eigum, trúa á það sem við getum og hugsa um hver við erum. Vigdís sagði að við þyrftum að staldra við.
Hún minntist á eins og við vitum öll að við hefðum gleymt okkur undanfarið á kostnað þess sem hún telur hin góðu gildi. Nú stæðum við á krossgötum og þyrftum að átta okkur á því í hvaða umhverfi við vildum að æskan okkar ælist upp í. Við hefðum gleymt okkur dálítið í dótakassanum. Samstaða og umhyggja væri það sem gilti núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar