Færsluflokkur: Bloggar
3.2.2009 | 14:26
Á hvaða plánetu eru hvalveiðisinnar?
Það er alger tímaskekkja að veiða hvali. Almenningsálit í heiminum er á móti hvalveiðum. Ég hygg að almenningur hér á landi sé upp til hópa á sama máli. Hættið að berja hausnum við steininn og áttið ykkur á því að framtíðin liggur m.a. í ferðamannaiðnaðinum. Ferðamannaiðnaður og sú grimmd að veiða hvali á ekki saman.
Kristín
200 störf slegin út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.11.2008 | 06:51
Ætlar ríkisstjórnin að láta lítillækka íslensku þjóðina meir en komið er?
Það myndi ganga alveg fram af mér ef Bretar sinntu eftirliti hér á landi eftir allt sem á undan er gengið. Fór það eitthvað fram hjá ríkisstjórninni að Bretar stimpluðu okkur hryðjuverkamenn. Eiga þeir síðan að vernda þessa hryðjuverkamenn. Ef við þörfnumst einhverrar verndar í dag þá er það gegn BRETUM. Ég efast um að það séu margir hér í þjóðfélagin sem að vilji þetta. Ætlar ríkisstjórnin að láta lítillækka íslensku þjóðina meir en komið er?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 22:20
Hin góðu gildi
Ég var að horfa á Sjálfstætt fólk þar sem Vigdís Finnbogadóttir var viðmælandi. Ég hef verið eins og svo margir í þessu þjóðfélagi ýmist reið eða döpur yfir ástandinu. Einnig hefur hluti af mér verið hálffeginn að þau gildi sem hafa verið í hávegum höfð hafi orðið gjaldþrota því að við vorum að tapa hluta af okkur. Samhugur með öðrum var á undanhaldi og þeir sem áttu ekki peninga eða flotta hluti voru einfaldlega það sem sem sagt er á góðri íslensku "Loserar".
Það var sem talað úr mínu hjarta þegar hún sagði að við ættum að hugsa um það sem við eigum, trúa á það sem við getum og hugsa um hver við erum. Vigdís sagði að við þyrftum að staldra við.
Hún minntist á eins og við vitum öll að við hefðum gleymt okkur undanfarið á kostnað þess sem hún telur hin góðu gildi. Nú stæðum við á krossgötum og þyrftum að átta okkur á því í hvaða umhverfi við vildum að æskan okkar ælist upp í. Við hefðum gleymt okkur dálítið í dótakassanum. Samstaða og umhyggja væri það sem gilti núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 15:11
Bensínverð
Ég er nú oft að velta því fyrir mér afhverju bensínverð hækkar alltaf þegar hækkanir verða erlendis eða gengi íslensku krónunnar er óhagstætt. En afhverju lækkar það aldrei. Hef aldrei heyrt talað um lækkun á vörum né bensíni þegar verð og gengi er hagstætt. Það er ekki nema von að maður velti þessu fyrir sér.
Þrýsta á lækkun eldsneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.11.2008 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar